Skiptum á þrotabúi GH1 hf., sem áður hét Capacent, lauk í síðustu viku. Lýstar kröfur í búið námu í heildina 1.795.644.356 krónum. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu.

Fjármunir félagsins voru veðsettir og leysti veðhafi þá til sín á grundvelli veðréttar, en að öðru leyti fékkst ekkert greitt upp í lýstar kröfur.

Gamla Capacent tók 700 milljóna króna erlent lán til að fjármagna yfirtökum á ráðgjafafyrirtækjum á Norðurlöndunum. Í gengishruninu tvöfaldaðist höfuðstóll lánsins.

Eftir að samkomulag náðist ekki við Íslandsbanka um lánið var Capacent úrskurðað gjaldþrota í október árið 2010.