Þrotabú Hafhúsa ehf. hefur verið gert upp, en félagið sem áður hét Athús ehf. átti meðal annars tugi íbúða við Norðurbakka 1-3 í Hafnarfirði og fjölda raðhúsa og lóða við Byggakur á Arnarneslandi í Garðabæ. Þetta kemur fram í DV í dag.

Tæplega 40% fengust upp í veðkröfur

Fengust 1,2 milljarðar eða 38,78% fengust greiddar upp í veðkröfur, en þær námu alls 3,2 milljörðum króna.

Hins vegar fékk ekkert upp í almennar kröfur, en þær námu rúmum 24 milljónum króna. Félagið skuldaði Kaupþingi 2,7 milljarða króna við fall bankans, en bankinn fór fram á að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta í apríl 2012.

Héraðsdómur hafnaði gjaldþrotabeiðni

Héraðsdómur Reykjaness hafnaði hins vegar þeirri beiðni í mars 2013 og var það ekki fyrr en með úrskurði Hæstaréttar sem félagið var keyrt í þrot.

Fyrirtækið heyrðu undir verktakafyrirtækið Atafl sem var úrskurðað gjaldþrota árið 2010, en félagið hét áður Keflavíkurverktakar.