Sænski bílaframleiðandinn Saab fær ekki greiðslustöðvun, þetta ákvað héraðsdómur í bænum Vänersborg í morgun. Þar sem bendir fátt til annars en að þessi sögufrægi bílaframleiðandi sem nú er í eigu hollenska fyrirtækisins Spyker, verði gjaldþrota. Rétturinn benti á að fátt hefði breyst til batnaðar síðan Saab var síðast veitt greiðslustöðvun fyrir tveimur árum og óljóst sé hvernig leysa eigi fjárhagleg vandamál fyrirtækisins sem enn hefur ekki getað greitt út laun fyrir ágústmánuð.

Næstu skref í málinu eru óljós en svo gæti farið að sænsk stéttarfélög krefjist þess að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Saab hefur ákveðið að áfrýja úrskurðinum til millidómstigs.