Bandaríska raftækjakeðjan RadioShack hefur óskað eftir greiðslustöðvun.

Verslunin var stofnuð árið 1921 í Boston og óx ört þegar útvarpseign varð almenn.

Keðjan er með um 4.000 verslanir en stjórnendur fyrirtæksins ætla að reyna að halda rekstrinum áfram með breyttu sniði. Liður í því að er að losna við 1.700 verslanir.

Reynt verður að halda rekstrinum áfram  í samstarfi við símafyrirtækið Sprint.