Gjaldþrotaáhætta danskra banka hefur minnkað að mati Standard & Poor‘s eftir að tilkynnt var um björgunarpakka númer fjögur af hálfu stjórnvalda þar í landi í síðustu viku. Þetta kemur fram í Morgunpósti IFS greiningar. Þar segir að traustum bönkum verði gefinn kostur á að taka yfir illa stadda banka, til að bjarga þeim frá gjaldþroti, gegn ríkisábyrgð á fjármögnun. Ríkisstjórnin hefur sett upp nefnd til að skilgreina hvaða bankar eru kerfislega mikilvægir, þ.e. „of stórir til að falla“.