Í apríl 2020 voru tekin til gjaldþrotaskipta 88 fyrirtæki sem skráð voru í fyrirtækjaskrá Skattsins. Af þeim voru 48 virk á fyrra ári, það er að segja, annaðhvort með launþega samkvæmt staðgreiðsluskrá eða veltu samkvæmt virðisaukaskattskýrslum. Það er 60% aukning samanborið við sama mánuð fyrra árs.

Af þeim 48 virku fyrirtækjum sem tekin voru til gjaldþrotaskipta í apríl 2020 voru 18 í einkennandi greinum ferðaþjónustu, 16 í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, 10 í öðrum atvinnugreinum og 4 í heild- og smásöluverslun.

Meðfylgjandi er línurit frá vef Hagstofunnar sem sýnir fjölda gjaldþrotabeiðna fyrir annars vegar félög sem skráð eru í fyrirtækjaskrá Skattsins og hins vegar virk félög.