*

laugardagur, 20. júlí 2019
Innlent 30. október 2017 13:48

Gjaldþrotaskiptum Wilson's lokið

Engar eignir fundust í þrotabúi Wilson's Pizza, sem tekið var til gjaldþrotaskipta í mars 2015, en lýstar kröfur voru rúmlega 147 milljónir.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Engar eignir fundust í þrotabúi félagsins Wilson's ehf., sem hélt utan um rekstur Wilson's pítsustaðarins og tekið var til gjaldþrotaskipta með úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur þann 18. mars 2015. Skiptum var lokið 27. september síðastliðinn. 

Samtals voru lýstar kröfur í búinu 147,3 milljónir króna. Engar greiðslur fengust upp í lýstar kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskipta.

Valgerður Valdimarsdóttir héraðsdómslögmaður var skiptastjóri í þrotabúinu.