Nýjar tölur frá Creditinfo sýna að gjaldþrotum einstaklinga fer ört fjölgandi og nemur munurinn á milli áranna 2013 og 2014 rúmlega 46%. Þetta kemur fram á vefnum Spyr.is.

Tölurnar sýna einnig að um 80% þeirra sem fara í gjaldþrot óska eftir því sjálfir. Frá hruninu 2008 hafa tæplega tvö þúsund manns verið úrskurðaðir gjaldþrota, en í kjölfar hrunsins var fyrningarfrestur gjaldþrota styttur í tvö ár.

Nánari upplýsingar má nálgast hér.