Alls voru 172 einkahlutafélög nýskráð í desember til samanburðar við 147 í desember 2012. Nýskráningar voru flestar í fjármála- og vátryggingastarfsemi. Á árinu 2013 var fjöldi nýskráninga 1.938, en það er 10,6% aukning frá árinu 2012 þegar 1.752 fyrirtæki voru skráð. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar.

Þá voru 54 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í desembermánuði, til samanburðar við 135 í desember 2012. Á árinu 2013 var fjöldi gjaldþrota 918, en það er 17,4% fækkun frá árinu 2012 þegar 1.112 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta. Flest gjaldþrot á árinu er í flokknum byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, samtals 179.