Nýskráningum einkahlutafélaga síðustu tólf mánuði, frá september 2014 til ágúst 2015, hefur fjölgað um 15% frá sama tímabili ári fyrr. Þá hafa gjaldþrot einkahlutafélaga dregist saman um 14% á sama tímabili. Þetta kemur fram í frétt Hagstofu Íslands .

Þar kemur fram að alls hafi 2.259 ný félög verið skráð á tímabilinu. Mest er fjölgunin í rekstri gististaða og veitingarekstri eða sem nemur 43% á síðustu tólf mánuðum.

Þá voru 728 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á tímabilinu. Gjaldþrotum í framleiðslu hefur fækkað mest eða um 32% á síðustu tólf mánuðum.