Í nýrri frétt Hagstofu kemur fram að alls hafi 2.263 félög verið nýskráð á síðustu 12 mánuðum, en það er 11% aukning frá árinu á undan.

Mest var hlutfallsleg fjölgun fyrirtækja í fasteignaviðskiptum, eða 43% á síðutu 12 mánuðum. Meðal annarra greina sem fjölgað hefur má nefna rekstur gististaða og veitingarekstur.

Ætla má að þetta sé í takt við mikinn uppgang í ferðamannaiðnaði hérlendis.

Gjaldþrot einkahlutafélaga síðustu 12 mánuði frá nóvember 2014 til október 2015 hafa dregist saman um 18% í samanburði við árið á undan.

Alls voru 660 fyrirtæki tekin til gjaldþrtaskipta á tímabilinu. Hlutfallslega hefur gjaldþrotum í flutningum og geymslu, auk félaga í fjármála- og vátryggingarstarfsemi, fækkað mest.