Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur gjaldþrotum einkahlutafélaga fækkað um 20% síðustu 12 mánuði í samanburði við 12 mánuði þar á undan.

Alls voru 629 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á tímabilinu, borið saman við 784 á fyrra tímabili. Hlutfallslega fækkaði gjaldþrotum mest í rekstri gististaða og veitingarekst ri , úr 67 í 43 (36%).

Einnig nefnir Hagstofan fækkun gjaldþrota í sérfræðilegri, vísindalegri og tæknilegri starfsemi úr 75 í 50 (33%), auk þess að í flutningum og geymslu fækkaði gjaldþrotum úr 24 í 17 (29%).

Gjaldþrotum fækkaði frá fyrri 12 mánuðum í öllum helstu atvinnugreinabálkum nema í  upplýsingum og fjarskiptum, þar sem þau stóðu í stað (34 gjaldþrot á hvoru tímabili).