Þrjátíu og tvö fyrirtæki í bílgreinum voru lýst gjaldþrota árið 2018, 10 fleiri en árið á undan. Hlutfallslega nam fjölgun gjaldþrota 45% á milli ára. Sé litið á skiptingu fyrirtækja sést að flest gjaldþrot urðu í flokki bílaviðgerða og viðhalds, alls 22 talsins. Þá voru sjö fyrirtæki í flokki bílasala sem urðu gjaldþrota á árinu og þrjú fyrirtæki samanlagt í flokkunum sala varahluta og aukabúnaðar annars vegar og viðgerða vélhjóla og aukabúnaðar til þeirra hins vegar.

Fyrirtækjum í greininni fjölgaði um alls 25 á síðasta ári, voru því alls 57 ný fyrirtæki sem hófu störf á árinu 2018. Alls var 1001 fyrirtæki í bílgreinum starfandi undir lok ársins. Flest fyrirtæki bættust í flokki viðgerða og viðhalds, alls 13 talsins. Í flokki bílasala fjölgaði fyrirtækjum um átta og fyrirtækjum í sölu vara- og aukahluta um sex.