Fleiri fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta í febrúar á þessu ári en í sama mánuði í fyrra. Þau voru 79 nú samanborið við 96 í fyrra, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Flest voru fyrirtækin á sviði heildsölu og smásöluverslunar auk viðgerðar á vélknúnum ökutækjum.

Fram kemur á vef Hagstofunnar að nýskráð fyrirtæki voru 162 talsins í mánuðinum borið saman við 149 í fyrra. Flest voru fyrirtækin á sviði fjármála- og vátryggingarstarfsemi.