Gjalþrotum fyrirtækja síðustu 12 mánuði frá nóvember 2015 til október 2016, hefur fjölgað um 41% í samanburði við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 940 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á tímabilinu, samanborið við 666 á fyrra tímabili. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofu Íslands .

103% fjölgun var í gjaldþrotum fjármála- og vátryggingastarfsemi, en þar var fjölgunin hlutfallslega mest. Gjaldþrota félögum fjölgaði úr 39 í 79 á fyrra tímabili. Einnig var nokkur fjölgun á gjaldþrotum félaga í upplýsingum og fjarskiptum úr 31 í 58 frá fyrra tímabili eða 87% fjölgun.

Nýskráningar fyrirtækja

Nýskráningum fyrirtækja hefur fjölgað um 18% í samanburði við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 2.679 ný einkahlutafélög skráð á á tímabilinu, borið saman við 2.263 á fyrri 12 mánuðum.

Hlutfallslega var mest fjölgun í nýskráningu í leigustarfsemi en þeim fjölgaði um 62% eða úr 162 í 262.