Skrifstofuhótelið Orange Project sem var með starfsemi í Ármúla 6 og á Skipagötu 9 á Akureyri hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Stofnandi og eigandi félagsins, Tómas Hilmar Ragnarz segir að félagið hafi tapað dómsmáli við leigusala félagsins í Ármúlanum.

„Viðskiptin fóru niður hjá okkur um tæp 60% á árinu vegna Covid en ekki nægilega mikið til að komast inn í björgunarpakka stjórnvalda,“ segir Tómas Hilmar.

„Reginn, leigusalinn, neitar að semja um lækkun en við bjóðum honum ýmsar leiðir til að koma til móts við okkur en þeir segja bara nei. Þeir vildu fá húsnæðið en þeir bjóða skrifstofuhótel núþegar í öðru húsnæði.

Við héldum að við værum með álitlegt mál í höndunum þegar leigusalinn fer í dómsmál en við töpum því og getum því ekki annað en afhent húsið og þá er starfseminni sjálfhætt og vörumerkið Orange Project því komið til skiptastjóra.“