Gjörbreyting varð á vinnuanda milli stjórnar og stjórnarandstöðu og trúnaðinum sem var á milli manna eftir brotthvarf Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra í vor. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún mætti viðtalið ásamt öðrum leiðtogum stjórnarandstöðunnar, þeim Birgittu Jónsdóttur Pírata, Óttari Proppé formanni Bjartrar framtíðar og Oddnýju Harðardóttur.

Aðrir viðmælendur tóku jafnframt undir orð Svandísar um að andrúmsloftið á þinginu hafi batnað eftir að Sigmundur Davíð sagði af sér embætti forsætisráðherra og hvarf af þingi.

Oddný lýsti því að andrúmsloftið hafi orðið afslappaðra þegar Sigurður Ingi tók við. Gott sé að ræða við hann þó hún sé ekki sammála honum sé það þó samtal.