Gjöld æðstu stjórnar ríkisins hækkuðu um 8,1% á milli áranna 2008 og 2009. Á síðasta ári námu þau 3.847 milljónum króna sem er 0,7% af heildarútgjöldum A-hluta ríkissjóðs. Nýr liður kom inn á árinu 2009 er nefnist Rannsókn á falli íslensku bankanna á árinu 2008. Gjöld vegna hans voru 216 milljónir króna.

Í ríkisreikningi 2009 kemur fram að undir gjöldum æðstu stjórnar ríkisins hækkuðu gjöld Alþingis á milli ára um 79 milljónir en lækkuðu hjá Embætti forseta Íslands um 43 milljónir króna. Viðhaldskostnaður æðstu stjórnar dróst saman um 53%, úr 55 milljónum í 26.