Íslenska sprotafyrirtækið Mure undirbýr um þessar mundir lokaútgáfu á sýndarveruleikahugbúnaðinum Breakroom. Lausnin hefur verið í þróun í rúmlega þrjú ár og gerir fólki kleift að nota þau forrit sem það notar í tölvunni í sýndarveruleika.

„Breakroom gerir fólki kleift að starfa í gegnum sýndarveruleika,“ segir Diðrik Steinsson, forstjóri og stofnandi Mure. „Þetta virkar þannig að fólk setur á sig sýndarveruleikabúnað og heyrnartól, ræsir búnaðinn og fer í annan heim. Þar getur það nýtt öll þau forrit sem eru í borðtölvunni í sýndarveruleika. Heimurinn í kringum þig verður allt í einu að skjáborði. Þú getur opnað Excel, Word og önnur forrit innan sýndarveruleikans og verið með eins marga tvívíða sérskjái fljótandi í kringum þig og þú villt, í hvaða stærð sem er. Svo getur þú valið starfsumhverfið. Þú getur verið að vinna í Excel á strönd, úti í sveit eða á sjó, og jafnvel úti í geimi. Við bjóðum upp á ákveðin umhverfi núna og svo munum við bæta við fleiri möguleikum með tímanum.“

Loksins vinnufriður

Diðrik segir hugmyndina með Breakroom vera að skapa afslappandi vinnuumhverfi og gefa sýndarveruleikanum praktískan vínkil.

„Fyrir nokkrum árum vann ég í sölustörfum. Þar var maður umkringdur fólki allan daginn í opnu vinnusvæði. Oft voru mikil læti í kringum mann og vinnuumhverfið stressandi. Einbeitingin var ekki alltaf í hámarki. Það tók svolítið á. Ég hugsaði bara hvað það væri frábært ef hægt væri að einangra sig á auðveldan hátt, svo að maður gæti einbeitt sér í næði og aukið afköstin í þægilegu umhverfi.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Ísland er komið á kortið hjá erlendum fjárfestum.
  • Ný könnun um fylgi flokka í Reykjavík
  • Fjallað er um nýtt fasteignamat. Greiningaraðilar telja að hærra fasteignamat muni hækka fasteignagjöld að öllu óbreyttu.
  • Sagt er frá ýmsum nýjungum hjá Apple.
  • Hörð barátta er milli Norðurlandanna þegar kemur að uppbyggingu gagnavera.
  • Erlendir fjárfestar eru komnir á kreik á íslenskum hlutabréfamarkaði.
  • Ítarlegt viðtal við Jón Ólaf Halldórsson, forstjóra Olís.
  • Gylfi Þór Sigurðsson veiddi fyrsta laxinn í Norðurá.
  • Rætt er við stofnendur nýrrar ísgerðar sem ber nafnið Skúbb.
  • Helga Birna Brynjólfsdóttir nýr skrifstofustjóri hjá Já og Gallup er tekin tali.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um óréttlæti.