Fulltrúar Stúdentaráðs fylktu í dag liði við Alþingi til að afhenda fjármála- mennta og menningamálaráðherrum um þrjú þúsund póstkort sem nemendur Háskóla Íslands hafa skrifað undir. Markmið gjörningsins var að vekja athygli á því að Háskóli Íslands fær ekki greitt með öllum nemendum sem þangað sækja nám.

VB sjónvarp ræddi við Söru Sigurðardóttur, formann Stúdentaráðs, og Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, við afhendinguna í dag.