Dótturfyrirtæki Íslandsbanka í New York, Glacier Securities, hefur fengið fullgilt starfsleyfi frá bandaríska eftirlitsaðilanum FINRA. Undanfarna mánuði hefur fyrirtækið farið í gegnum ferli þar sem metið var hvort það er hæft til þess að sinna störfum á fjármálamarkaði.

Gert er ráð fyrir að skrifstofa fyrirtækisins verði opnuð í apríl. Einkum verður áhersla lögð á ráðgjafarstarfsemi á sviði sjávarútvegs og orkumála. Allt frá því Íslandsbanki var endurreistur á grunni innlendra eigna Glitnis hefur bankinn viðhaldið sérþekkingu á sviði sjávarútvegs og orkumála.