*

miðvikudagur, 25. nóvember 2020
Innlent 21. nóvember 2015 10:10

Glaðvakandi í Reykjavík

Egill Fannar og Daníel Andri stofnuðu saman Wake Up Reykjavík sem kynnir íslenskt skemmtanalíf fyrir ferðamönnum.

Karl Ó. Hallbjörnsson
Haraldur Guðjónsson

Egill Fannar Halldórsson og Daníel Andri Pétursson stofnuðu saman ferðaþjónustufyrirtækið Wake Up Reykjavík fyrr á árinu. Fyrirtækið sérhæfir sig í því að bjóða túristum að upplifa íslenskt skemmtanalíf eins og það gerist best.

Egill og Daníel höfðu báðir starfað sem barþjónar áður og fundu fyrir miklu magni ferðamanna sem vissu ekki sitt rjúkandi ráð hvað gera skyldi þegar kæmi að því að fara á lífið í miðbæ Reykjavíkur.

„Bar Crawl“ túr félaganna varð sérlega vinsæll í sumar, en þá tóku þeir rúmlega 200 manns á mánuði út á lífið.

Ekki bara næturlífið

„„Bar Crawl“ túrinn okkar var lengi í þróun og vinnslu þar til við urðum sáttir við hann,“ segir Daníel. „Núna er hann nákvæmlega eins og við viljum hafa hann. Við höfum samið við sérstaka skemmtistaði og hugum sérstaklega að gæðum frekar en magni.“

Wake Up Reykjavík býður ekki aðeins upp á skemmtanalífstúra, þótt það sé ein vinsælasta þjónustan þeirra. Einnig bjóða þeir upp á sérstaka skipulagningu á steggjunum, sérsniðin ferðalög og ævintýri, auk sérstakrar lúxusveislu um borð í snekkju.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.