Hlustaðu
Hlustaðu

Fyrsta skáldsaga Jóns Óttars Ólafssonar afbrotafræðings kemur út í Noregi um þessar mundir. Um hana er fjallað á vef norska ríkisútvarpsins.

Umrædd skáldsaga Jóns Óttars kom út á Íslandi fyrir jólin. Það er glæpasaga en Jón Óttar þekkir glæpaheiminn og rannsóknir á glæpamálum því hann er doktor í afbrotafræði og starfaði um árabil sem lögreglumaður.

Jón Óttar segir að erfitt sé fyrir almennan borgara að átta sig á því hvort herbergi hafi verið hleruð. „Þetta herbergi sem við sitjum inni í núna gæti hafa verið hlerað. Venjulegt fólk getur engan veginn vitað hvort einhver hafi komið inn í stofuna þeirra og sett upp hlerunartæki,“ segir hann.

Fram kom í Fréttablaðinu og á Vísi á dögunum að einnig stendur til að gefa bókina út í Frakklandi og þýskir útgefendur eru einnig áhugasamir.