Því hefur oft verið haldið fram að glæpir borgi sig ekki en það er fyrst núna sem hagfræðingar hafa sýnt með afgerandi hætti fram á að þetta er satt. Að minnsta kosti hvað varðar bankarán. Skoðuðu hagfræðingarnir bankarán í Bandaríkjunum og Bretlandi og komust að því að meðalránsfengur í bandarískum ránum var um 4.300 dalir (um 550.000 krónur) en í breskum ránum öllu hærri, eða um 12.700 pund (um 2.550.000 krónur). Þetta þýðir að til að viðhalda venjulegum miðstéttarlífsstíl þarf
bankaræninginn að ræna nokkra banka á ári.

Vandinn er sá að nánast öruggt er að lögreglan hafi hendur í hári bankaræningja, einkum ef þeir fremja ítrekuð rán. Óþarfi er að taka fram að þegar í fangelsi er komið versna tekjumöguleikar viðkomandi töluvert.