Ingibjörg Pálmadóttir
Ingibjörg Pálmadóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Ákveðið hefur verið að gefa út tímaritið Glamour í íslenskri útgáfu. Íslenska útgáfan er 17. erlenda útgáfa tímaritsins og verður hún í samstarfi við 365 miðla.

„Við erum himinlifandi með að hafa náð samningum við Condé Nast um útgáfu Glamour á Íslandi. Þetta verður frábær viðbót við fjölmiðlaflóru landsins og við erum stolt af því að taka þátt í því. Við trúum því að Glamour hafi mikla möguleika sem vörumerki og okkar teymi getur ekki beðið eftir að hefjast handa,“ segir Ingibjörg Pálmadóttir, stjórnarformaður 365 miðla, í tilkynningu í tilefni af þessu.

Ísland bætist þar með við góðan hóp 16 landa sem gefa út sína eigin útgáfu af tímaritinu Glamour, á vef og prenti en þau eru: Brasilía, Búlgaría, Frakkland, Þýskaland, Ungaverjaland, Ítalía, Mexíkó, Suður-Ameríka, Holland, Pólland, Suður-Afríka, Rúmenía, Rússland, Spánn, Bretland og Bandaríkin. Lesendur blaðsins eru um 11,7 milljónir á mánuði á heimsvísu.