Ný spá greiningarfyrirtækisins Oxford Economics gerir ráð fyrir að í maí verði 27,9 milljónir manna búin að missa vinnuna í Bandaríkjunum, sem þýðir að atvinnuleysi mun mælast 16%. Í febrúar mældist 3,5% atvinnuleysi í Bandaríkjunum í mars var talan komin í 4,5%. Þetta kemur fram í frétt Wall Street Journal .

„Það er ekkert sem jafnast við það sem er að gerast núna," segir Gregory Daco , aðalhagfræðingur Oxford Economics í Bandaríkjunum. „Við höfum séð svona skyndilegt efnahagsáfall á svæðum, þar sem náttúruhamfarir hafa riðið yfir eða þar sem hryðjuverkárásir hafa verið gerðar en nú skellur þetta yfir landið allt."

Rætist spá Oxford Economics munu öll þau störf sem skapast hafa í Bandaríkjunum frá bankahruninu tapast. Í Wall Street Journal er talað um „glataða áratuginn" (e. Lost decate ) í þessu samhengi. Frá árinu 2010 hefur verið stöðugur atvinnuvöxtur í Bandríkjunum. Þegar heimsfaraldurinn dundi yfir hafði þessi vöxtur varað í 113 mánuði samfleytt. Á árinum 2007 til 2009 töpuðust 8,7 milljónir starfa.

Frá árinu 1948 hefur atvinnuleysi mest mælst 10,8% á mánuði í Bandaríkjunum en það var síðla árs 1982.