Félagið Blautur ehf., sem á og rekur Lebowski bar, hefur skráð vörumerkið Ginandtonicbar.is hjá Einkaleyfastofu. Arnar Þór Gíslason, sem er í forsvari fyrir félagið, segir að áform séu uppi um að opna fyrsta sérhæfða gin & tónik barinn á Íslandi. Slíkir barir eru vinsælir í stórborgum Evrópu, einkum í suðurhluta álfunnar.

„Þetta er enn á hugmyndastigi, en við erum samt búnir að vera að hugsa um þetta í svolítinn tíma,“ segir Arnar Þór við Viðskiptablaðið.

Aðspurður hvort hann telji að það sé markaður fyrir svo sérhæfðan bar segir Arnar: „Ég held að það sé alltaf markaður fyrir góða bari, sérstaklega þá sem hafa algjöra sérstöðu og reyna að gera út á að skapa eitthvað nýtt.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu:

  • Íslenskir lambapelsar snúa aftur.
  • Ásberg Jónsson stofnandi Nordic Vistor segir Eyjafjalljökul hafa verið blessun.
  • Erlendir aðilar hafa tvöfaldað stöðu sína í löngum, óverðtryggðum bréfum frá byrjun árs.
  • Sigurður G. Guðjónsson lögmaður er í ítarlegu viðtali.
  • Tvöföldun Hvalfjarðarganga er ekki í samgönguáætlun.
  • Varpað er upp svipmynd af Vilborgu Örnu Gissurardóttur hjá Saga Film.
  • Fleiri vilja að Al-Thani málið verði tekið upp að nýju.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um opinbert eftirlit.
  • Óðinn skrifar um hnattvæðinguna.