Óhætt er að segja að gleði asískra fjárfesta hafi smitað af sér yfir til Evrópu og að markaðir álfunnar hafi tekið gleðistökk við opnun í morgun. Nú hafa flestar kauphallir verið opnar í um 10 mínútur og hafa allr hlutabréfavísitölur hækkað á bilinu 1-2%, allar nema OMX í Stokkhólmi sem hefur hækkað um 2,2%.

FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur hækkað um 1,1%, Dax í Þýskalandi um 1,7% og CAC í Frakklandi um 2%. Eurostoxx hefur hækkað um 1,8%.