Samtök upplýsingatæknifyrirtækja, í samvinnu við Samtök iðnaðarins og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, héldu ráðstefnu 25. janúar s.l. Þar var fjallað um framtíðarsýn upplýsingafyrirtækjanna og því spáð að þau yrðu að fimm árum liðnum þriðja stoðin í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins með 40 milljarða en í tveimur efstu sætunum yrðu áfram sjávarútvegur og stóriðja. Samtök ferðaþjónustunnar telja að þarna hafi þeirar hlutur gleymst eins og bent er á í nýju fréttabréfi þeirra.

"Tíföldun gjaldeyristekna á 5 árum er góð framtíðarsýn og mikilvæg fyrir þjóðarbúið. Það kann að vera að forysta upplýsingatæknifyrirtækja hafi ekki mikla trú á framtíð ferðaþjónustunnar en ferðaþjónustan er í dag þriðja stoðin og aflar nú þegar u.þ.b. 40 milljarða króna á ári," segir í fréttabréfi þeirra.