Ertu niðurlútur vegna fjármálakrísunnar?

Ráð bandaríska mótorhjólaframleiðandans Harley Davidsson við því er: Gleymdu henni og skelltu þér á bak eða „Screw it; let’s ride.“

Þetta er liður í nýrri auglýsingaherferð frá mótorhjólaframleiðandanum, sem byggð er á markaðskönnunum. Í auglýsingatexta herferðarinnar segir meðal annars að ótti sé ömurlegur.

Samkvæmt könnuninni vilja Harley Davidsson mótorhjólaeigendur mun frekar vera á vegum úti en að hafa áhyggjur af efnahagsástandinu. En hver myndi það ekki?

AdAge hefur eftir markaðsstjóra Harley Davidsson að félagið vilji með þessu endurspegla viðhorf viðskiptavina sinna með þessu móti. En fyrirtækið tók að merkja þetta hugarfar fyrir nokkrum mánuðum.

Í kjölfar efnahagsástandsins hefur markaður með mótorhjól í Bandaríkjunum minnkað um 12%.