Í dag dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Glitni í vil í máli sem slitastjórnin höfðaði gegn ríkisskattstjóra og íslenska ríkinu. Slitastjórnin og ríkið deildu um það hvort slitabúið og Íslandsbanki féllu undir lög um samsköttun.

Árið 2011 hafnaði skattstjóri beiðni endurskoðunarfyrirtækis slitastjórnarinnar um samsköttun, skömmu eftir að Alþingi hafði samþykkt lög í þá veru. Slitastjórnin sætti sig ekki við það og höfðaði mál. Þar sem ákvörðunin var tekin taldi dómarinn að á yfirstandandi gjaldári hefði hún í för með sér afturvirka skattlagningu. Ákvörðunin var því felld úr gildi fyrir gjaldárið 2011, en gildir eftir það.

RÚV greinir frá því að Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis, segir að upphæðin sem hafi verið undir í dómsmálinu sé um það bil sex milljarðar króna. Steinunn á þó von á að málið fari fyrir Hæstarétt.

Hér má lesa dóminn í heild sinni.