Glitnir Securities, dótturfélag Glitnis í Noregi, hafði umsjón með tæplega sjö milljarða króna (100 milljón dollara) hlutafjárútboði Copeinca, eins helsta fiskimjöls og lýsisframleiðanda Perú, segir í tilkynningu.

Boðnar voru út 15,5 milljónir hluta á genginu 40 norskra krónur á hlut og norskir og alþjóðlegir fjárfestar skráðu sig fyrir öllum hlutunum.

Eftir útboðið fullnægir Copeinca kröfum um skráningu í Kauphöllinni í Ósló en Glitnir mun annast skráninguna.