Samkvæmt samningi sem gerður var milli Glitnis banka hf. og 11 stærstu hluthafa FIM Group Corporation þann 5. febrúar 2007, eignaðist Glitnir í dag 68,1% hlut í FIM Group Corporation í Finnlandi samkvæmt þeim skilmálum sem tilkynntir voru þann dag segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Glitnir áætlar að gera yfirtökutilboð í eftirstandandi hluti í FIM fyrri part aprílmánaðar.


"Við erum afar ánægð með að þessum hluta kaupanna sé lokið og höldum nú áfram með framgang viðskiptanna eins og upp var lagt. Við gerum ráð fyrir að leggja fram yfirtökutilboð fyrir páska þegar gerð tilboðsgagna er lokið og samþykki viðeigandi yfirvalda liggur fyrir,"  sagði Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis.


FIM hélt aðalfund sinn í Helsinki fimmtudaginn 15. mars síðastliðiðl. Á fundinum var ný stjórn félagsins kosin, hana skipa Bjarni Ármannsson, Frank Ove Reite, Sverrir Örn Þorvaldsson, Niklas Geust and Vesa Honkanen.