Norska viðskiptablaðið stendur fyrir keppni milli fjögurra stærstu fjármálafyrirtækja landsins um hvert þeirra nær að velja besta eignasafn verðbréfa yfir ákveðið tímabil. Verðbréfasvið Glitnis í Noregi sigraði að þessu sinni, undir forystu Bengt Jonassen.

Allir þáttakendur keppninnar líta um öxl á ársfjórðung þar sem ávöxtun eignasafns þeirra var betri en markaðsins að meðaltali. Á þriðja ársfjórðungi skilaði norski hlutabréfamarkaðurinn 11% ávöxtun að meðaltali, en eignasafn Glitnis skilaði 32% ávöxtun.

Jonassen segir í samtali við Dagens Næringsliv að framtíðarhorfur á hlutabréfamarkaði virðist strembnar. Á meðan hækkandi olíuverð hefur jákvæð á norska markaðinn, séu áhrifin öfug víðast hvar um heiminn.