Fjármálaeftirlit Finnlands (The Finnish Financial Supervision Authority) hefur heimilað Glitni banka hf. að eignast FIM Group Corporation(FIM) og hefur Glitnir banki eignast 100% hlutafjár í FIM, að því er fram kemur í tilkynningu.

Í tengslum við innlausnarrétt Glitnis á minnihluta hlutafjár í FIM , hefur Glitnir banki hf. lagt fram fullnægjandi tryggingu og leyst til sín hluti allra annarra hluthafa í FIM í samræmi við 6. mgr. 18. gr. finnskra hlutafélagalaga(Finnish Companies Act). Ekki hefur verið ákveðið það verð sem þeir hluthafar í FIM sem eru í innlausnarferlinu, fá en þeir munu eingöngu eiga rétt á ákveðnu innlausnarverði og vöxtum skv. því verði.

Að beiðni FIM, hefur Helsinki Stock Exchange ákveðið að hlutafé FIM verði afskráð úr aðallista Helsinki Stock Exchange þegar eignarhlutur allra FIM hlutabréfa hefur verið fluttur til Glitnis banka hf.

Eftir afskráningu FIM úr Helsinki Stock Exchange verður Pekka Väisänen forstjóri FIM og framkvæmdastjóri Glitnis banka hf. í Finnland.