BNbank í Noregi, dótturfyrirtæki Glitnis, hefur aukið hlutafjáreign sína í Norsk Privatøkonomi úr 45% í 77.5%. BNbank keypti 45% hlutafjár í Norsk Privatøkonomi ASA í ágúst 2006 og mun fyrir lok fyrsta ársfjórðungs 2009 eignast 97% hlutafjárins, samkvæmt samkomulagi við núverandi eigendur Norsk Privatøkonomi. Nafni fyrirtækisins, Norsk Privatøkonomi, verður breytt í Glitnir Privatøkonomi síðar í haust segir í tilkynningu.

Norsk Privatøkonomi veitir einstaklingum persónulega fjármálaráðgjöf af ýmsum toga, til dæmis varðandi gerð fjárhagsáætlana, skattamál, erfðamál, lífeyrissparnað og við útfærslu sparnaðarleiða. Fyrirtækið var stofnað árið 2006 með samruna 14 lítilla fyrirtækja og hjá því starfa 115 manns í 16 starfsstöðvum í Noregi.

?Norsk Privatøkonomi er í forystu á sínu svið, með sterk tengsl í gegnum starfsstöðva sínar. Fyrirtækið hefur á að skipa mjög hæfu og reyndu liði ráðgjafa og því mun það gegna lykilhlutverki í framtíðardreifikerfi Glitnis,? segir Gunnar Jerven, framkvæmdastjóri BNbank.

?Norsk Privatøkonomi verður áfram sjálfstætt fyrirtæki með eigin stjórn og framkvæmdastjórn. Fyrirtækið mun áfram bjóða fjölbreytta þjónustu norskra aðila og alþjóðlegra fjármálastofnana, sem tryggt hefur viðskiptavinum þess aðgang að bestu þjónustu sem völ er á,? segir Jerven enn fremur.

Við aukinn eignarhlut BNbank í Norsk Privatøkonomi ASA mun Tor Lægreid láta af störfum sem framkvæmdastjóri og John Solbu Braaten, stjórnarformaður Norsk Privatøkonomi, taka við framkvæmdastjórastarfinu. Johan Solbu Braaten (61) hefur 35 ára stjórnunarreynslu úr stórum norskum iðnaðar- og fjármálafyrirtækjum segir í tilkynningunni.