Skuldsett fjármögnun Glitnis og Bank of Scotland hafa fjármagnað kaup Breska fjárfestingarsjóðsins Duke Street Capital á Food Partners, sem er einn stærsti birgir með forpakkaðar samlokur fyrir veitingarekstur í Bretlandi. Glitnir og Bank of Scotland fjármögnuðu áður kaup fjárfestingasjóðsins á Buckingham Foods og Thomas Food Group sem einnig sérhæfa sig í ferskri matvöru til að taka með.

Food Partners, sem þjónar veitingaþjónustum, flugfélögum, kaffihúsum og
skemmtanaiðnaðinum, er í fremstu röð þeirra fyrirtækja sem selja mat til að taka með sér og framleiðir fjölbreytt úrval af samlokum, tortillarúllur, panini og ristuðum samlokum. Fyrirtækið dreifir auk þess öðrum ferskum vörum eins og sushi, salötum og niðurskornum ávöxtum.

Duke Street capital hafa nú á stuttum tíma keypt þrjú stór fyrirtæki sem sérhæfa sig í matvöru. Matarfyrirtækin þrjú verða þó rekin hvert í sínu lagi, hvert með sitt sérstaka framboð til markaðarins og einstakra viðskiptavinahópa, en munu hafa hag af sameinuðu fjármagni.

Eftir því sem neytendur sækjast meira eftir ferskri og handhægri hágæðamatvöru hefur markaðurinn fyrir mat til að taka með vaxið umtalsvert og ótal tækifæri finnast á þessu sviði.