Finnska fjármálaeftirlitið hefur gefið FIM Securities Ltd., sem er hluti af FIM Group Corporation, heimild til almennrar viðskiptabankabankastarfsemi frá og með 1. október nk. Frá og með sama tíma mun fyrirtækið starfa undir merkjum Glitnir Bank Ltd. í Finnlandi. Þetta kemur fram í frétt frá bankanum.

FIM Group Corporation hefur verið hluti af Glitni síðan í marsmánuði sl. og býður eignastýringu, verðbréfamiðlun og fjárfestingabankaþjónstu fyrir fagfjárfesta og einstaklinga. Með þessu starfsleyfi mun almenn viðskiptabankabankastarfsemi bætast við. Þá verður hægt að opna reikning í Glitnir Bank, annað hvort á netinu eða í einu af útibúum bankans.

?Í framtíðinni munum við leggja áherslu á áhugaverða fjárfestingamöguleika, svo sem sparnaðar- og fjármögnunarleiðir sem mun bæta hag viðskiptavina okkar. Við rekum hagkvæman netbanka sem gerir það að verkum að við getum boðið mjög samkeppnishæfa þjónustu. Enn sem komið er munum við ekki bjóða upp á íbúðalán, en þekking Glitnir Group og víðtækt framboð á vöru og þjónustu mun gera okkur kleift að auka þjónustuframboðið í framtíðinni,? segir Teri Heilala, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs í Finnlandi.

Stjórnarformaður Glitnis Bank Ltd. er Timo T. Laitinen en auk hans eru í stjórn bankans Pekka Väisänen og Vesa Honkanen. Pekka Väisänen er framkvæmdastjóri FIM Group og Glitnir Bank í Finnlandi.