Glitnir hefur gefið út skuldabréf fyrir 500 milljónir evra sem samsvarar til 42 milljarða króna  samkvæmt frétt Dow jones fréttaveitunnar.  Útgáfan er til fjögurra ára og falla á gjalddaga í maí 2011. Kjörin eru 20 punktum yfir evrópskum millibankavöxtum (Euribor) Bréfin eru seld undir pari og umsjónaraðilar útgáfunnar eru HSBC and Royal Bank of Scotland.


Það sem af er þessu ári hefur Glitnir verið duglegur að sækja sér fjármagn en útgáfan nú er fjórða opinbera útgáfa bankans á árinu. Í byrjun janúar seldi Glitnir skuldabréf til bandarískra og evrópskra fjárfesta fyrir 1,25 milljarða Bandaríkjadala sem samsvarar 88,5 milljörðum króna. Í lok janúar lauk bankinn svo við sölu skuldabréfa fyrir 500 milljónir evra sem samsvarar til 44,6 milljarða íslenskra króna. Það sem af er ári hefur Glitnir því tryggt sér fjármögnun fyrir alls tæplega 200 milljarða króna