Miklar sveiflur hafa orðið á hlutabréfaverði það sem af er ári og hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 1% frá áramótum, segir greiningardeild Glitnis.

?Í ljósi þess titrings sem ríkt hefur á innlendum hlutabréfamarkaði, spáa um frekari lækkun gengis krónunnar á árinu og góðrar samkeppnishæfni áhættulausrar ávöxtunar má gera ráð fyrir daufum hlutabréfamarkaði á næstunni," segir greiningardeildin.

Hins vegar bendir Glitnir á að undirliggjandi rekstur félaganna í vísitölunni er með ágætum og teljum bankinn innistæðu fyrir hækkun hlutabréfaverðs á árinu.

?Aðstæður á fjármagnsmarkaði eru fjárfestum ekki hliðhollar nú þegar kemur að fjárfestingum í hlutabréfum og er líklegt að það muni ráða þróun hlutabréfaverðs næstu mánuði," segir greiningardeildin.

Greiningardeild Glitnis segir að mest hækkun á árinu hefur orðið á hlutabréfum Actavis, sem hækkað hefur um 34% á árinu.

?Góð afkoma, yfirtaka á Sindan og væntingar um yfirtöku á Pliva eru helstu forsendur hækkunarinnar sem orðið hefur á félaginu," segir greiningardeildin.

Auk Actavis hafa hlutabréf Marel (+9%), Straums-Burðaráss (+4%), FL Group (+3,2) og Kaupþings (+0,1%) hækkað á árinu.

Á hinum enda ávöxtunarrófsins er Landsbankinn sem hefur lækkað um 15% á árinu. Svo virðist sem fjárfestar hafi varfærnar væntingar til reksturs Landsbankans en nýleg verðmöt á félaginu eru umtalsvert hærri en núverandi markaðsverð bankans.

Önnur félög sem hafa lækkað mest á árinu eru Mosaic (-14% ), Flaga (-14%) og Alfesca (-10%).