Eignarhaldsfélagið Glitnir HoldCo sem stofnað var á grunni eigna slitabús Glitnis gerir ráð fyrir því að greiða stjórnarmönnum og nokkrum lykilstjórnendum bónusa að upphæð 22,85 milljónum evra eða 2.700 milljónir íslenskra króna. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti, fjallar um.

Í stjórn Glitnis HoldCo eru þrír erlendir ríkisborgarar og munu greiðslur og launatengd gjöld félagsins nema um tveimur milljörðum íslenskra króna vegna bónusa til þeirra. Sá bónus sem að hver stjórnarmaður getur búist við nemur yfir 600 milljónum. Afgangurinn, 700 milljónir íslenskra króna, rennur til íslenskra lykilstjórnenda. Hæstu greiðslurnar fá Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis Holdco, Snorra Arnars Viðarssonar, forstöðumanns eignastýringar, og Ragnars Björgvinssonar yfirlögfræðings.

Aðalfundur Glitnis HoldCo fer fram í dag, miðvikudag. Samkvæmt tillögum á fundinum er lagt til að þóknun stjórnarmanna haldist óbreytt frá því í fyrra. Þrír erlendir aðilar sitja í stjórn Glitnis: Bretinn Mike Wheeler, Daninn Steen Parsholt og Norðmaðurinn Tom Grøndahl.

Stærsti hlutahafi Glitnis er félag í stýringu bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, sem að á nú um 10% hlut í Arion banka. Einnig á vogunarsjóður í eigu George Soros hlut í Glitni.