Danska fasteignafélagið Griffin var úrskurðað gjaldþrota í síðustu viku en fullyrt er í Børsen að Glitnir hafi lánað félaginu um 400 milljónir íslenskra króna án trygginga og um 19 milljarða til 50 fastiegnafélaga sem Griffin var með í rekstri.

Þar er um að ræða svokölluð „kommanditselskaber“ þar sem ábyrgð er takamörkuð við það sem fjárfestar hafa sett inn í fasteignafélögin.

Það táknar þá að Glitnir þarf að sækja fé sitt til um 500 danskra fjárfesta þar sem það lausafé sem vera átti í félögunum er horfið.

Fullyrt er í Børsen að margir þessa fjárfesta hafi ekki getað staðið skil á afborgunum og vöxtum sem gæti þá væntanlega þýtt að erfitt gæti reynst fyrir Glitni að endurheimta fé hjá þeim