Hagnaður Glitnis eftir skatta á öðrum ársfjórðungi var 8,8 milljarðar króna samanborið við 11 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2006. Hagnaður eftir skatta var 28,9 milljarðar samanborið við 15,4 milljarða á fyrstu níu mánuðum ársins 2005 kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Uppgjörið er yfir væntingum greiningaraðila en greiningardeild Landsbankinn spáði að hagnaður Glitnis fyrir ársfjórðunginn yrði 7,7 milljarðar og Kaupþing banki spáði að hagnaður yrði 8,4 milljarðar.

Hagnaður fyrir skatta nam 10,4 milljörðum á þriðja ársfjórðungi, samanborið við 13,1 milljarð á öðrum ársfjórðungi. Hagnaður fyrir skatta fyrstu níu mánuði ársins nam 34,7 milljörðum, samanborið við 18,2 milljarða á sama tímabili 2005.

Á fyrstu níu mánuðum ársins myndaðist 38% af hagnaði bankans fyrir skatta af starfsemi utan Íslands eða 13,2 milljarðar af 34,7 milljörðum.

Hreinar vaxtatekjur á þriðja ársfjórðungi voru 9,7 milljarðar, höfðu aukist um 50% samanborið við 3. ársfjórðung 2005 þegar þær námu 6,5 milljörðum. Hreinar vaxtatekjur voru 11,8 milljarðar á öðrum ársfjórðungi 2006. Á fyrstu 9 mánuðum ársins voru hreinar vaxtatekjur 29,4 milljarðar samanborið við 16,2 milljarðaárið áður.

Þóknanatekjur jukust um 154%, voru 5,1 milljarður á tímabilinu, samanborið við 2,0 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2005. Þóknanatekjur voru 5.9 milljarðar á 2. ársfjórðungi. Á fyrstu 9 mánuðum ársins voru þóknanatekjur 16,6 miljarðar samanborið við 5,9 milljarða fyrir sama tímabil árið 2005.

Arðsemi eigin fjár eftir skatta á ársgrundvelli var 41,9% en var 33,8% á sama tímabili í fyrra. Arðsemi eiginfjár eftir skatta án gengishagnaðar á ársgrundvelli var 34,6% á fjórðungnum.

Heildareignir samstæðunnar námu 1.955 milljörðum króna í lok tímabilsins og höfðu þá aukist um 483 milljarða frá áramótum eða um 33%. Þar af námu lán til annarra en lánastofnana 1.385 milljörðum króna og höfðu aukist um 325 milljarða eða 31%. Vöxturinn endurspeglar að hluta til gengislækkun íslensku krónunnar. Ef frá eru talin áhrif þeirrar lækkunar er vöxturinn 15% fyrstu 9 mánuði ársins og 2% á 3. ársfjórðungi.

Eigið fé jókst um 53% á tímabilinu og nam 130 milljörðum króna í lok tímabilsins. Eiginfjárhlutfall á CAD grunni var 15,9%, þar af A-hluti 10.9%.

Um uppgjörið segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis. ?Við erum afar ánægð með afkomuna á þriðja ársfjórðungi og það sem af er árinu. Tekjumyndun bankans er nú dreifðari og tekjusviðin skila öll góðum hagnaði. Á ársfjóðungnum hélt vöxtur bankans áfram á heimamörkuðum, á Íslandi og í Noregi, sem og á alþjóðlegum mörkuðum. Fischer Partners í Svíþjóð og MasterCard á Íslandi urðu hluti af samstæðureikningi bankans á tímabilinu.