Glitnir kynnti nýja skýrslu um sjávarafurðamarkað í Kanada á ráðstefnu í Halfifax í gær. Glitnir hefur einbeitt sér helst að mörkuðum í Noregi, Suður-Ameríku og Bandaríkjunum fram að þessu.

Skýrslan er ætluð sem yfirlit yfir starfsemi sjávarafurðamarkaðs Kanada og mat á hvernig hann mun þróast með tímanum. En Kanada er einn af helstu útflutningsaðilum sjávarfurða í heiminum.

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að neysla sjávarfurða fari minnkandi og að verð á sjávarafurðum hafi ekki hækkað í samræmi við kjötvöru.

Glitnir opnaði nýverið skrifstofu í Halifax sem veitir fjármögnun og ráðgjöf í sjávarútvegi. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, segir að Halifax sé heppileg staðsetning fyrir útibúið, það sé á austurströndinni og á góðu markaðssvæði.