Glitnir hækkaði í gær verðmatsgengi Alfesca frá fyrra mati úr 5,2 í 5,3 krónur á hlut. Markaðsgengið var 5,17 við lok markaða í gær og var því verðmatsgengið 2,5% hærra þegar spá Glitnis kom út. Markgengi, vænt gengi eftir 6 mánuði,  er 5,5 krónur á hlut. Glitnir ráðleggur hluthöfum að halda bréfum sínum til langs tíma. Alfesca birti gott uppgjör fyrir stuttu,sem er ein helsta ástæða hækkaðs verðmats. Einnig hefur heimsmarkaðsverð á laxi lækkað og horfur eru fyrir stöðugt verð á næstunni. Endurfjármögnun félagsins mun lækka vaxtakostnað sem er jákvætt til langs tíma litið.

Glitnir uppfærði rekstrarspá sína fyrir Alfesca, og spáir því að meðal EBIDTA-framlegð hækki úr 9,0% í 9,2%, en það skýrist að mestu vegna kaupa Alfesca á franska smurréttafyrirtækinu LTG. Góð sala hefur verið á slíkum réttum að undanförnu og lítið útlit er fyrir breytingu á því. Framtíðarvaxtarspá er óbreytt, 4,0%.