Greiningardeild Glitnis hefur uppfært verðmat sitt á Össuri og hefur verðmatsgengið verið hækkað úr 122,5 í 132,4 krónum á hlut.

?Í ljósi verðmatsins mælum við með að fjárfestar kaupi bréf í Össuri. Ráðgjöf okkar til skemmri tíma er að markaðsvoga bréfin í vel dreifðum eignasöfnum sem taka mið af íslenska markaðinum. Í ráðgjöfinni felst að við höfum trú á að bréf Össurar muni skila áþekkri ávöxtun og markaðurinn í heild horft til næstu 3-6 mánaða," segir greiningardeildin.

Hækkun verðmatsins er að mestu vegna þess að gengi Bandaríkjadals gagnvart krónu hefur hækkað í úr 63,8 í 72,5 krónur.

?Það sem vegur á móti hækkun er að ávöxtunarkrafan hækkar úr 11,6% í 12,0% því áhættulausir vextir hækka í helstu helstu viðskiptamyntum félagsins," segir greiningardeildin.