Glitnir horfir nú mjög náið til markaðar Svíþjóðar og er það hluti af stefnu um að dreifa frekar úr rekstri bankans, segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis.

Bjarni segir að Glitnir hafi byrjað fjárfestingar í Svíþjóð og sé nú að grandskoða markaðinn, en Glitnir hefur þegar tryggt sér stöðu í Noregi, segir í fréttinni.

Bjarni segir að mikill metnaður sé innan bankans um að auka vöxt hans og að margt sé enn ógert. Hvort sem að vöxturinn verði í gegn um yfirtökur eða aukin rekstarumsvif segir Bjarni að tíminn muni leiða í ljós og segist ekki getað tjáð sig meira um það á þessu stigi.

Bjarni segir markaðinn í Svíþjóð mjög áhugaverðan, en segir að þar sem Glitnir sé enn mjög smár aðili á samkeppnismarkaði Svíþjóðar muni Glitnir vanda vel hvaða stefnu hann tekur í vexti bankans.

Við myndum einbeita okkur frekar að því að auka þóknunartekjur, frekar en vaxtatekjur, sagði Bjarni.

Fyrr á þessu ári keypti Glitnir sænska verðbréfafyrirtækið Fischer Partners, fyrir um 3,7 milljarða íslenskra króna.