Glitnir hefur samið um kaup á 39,8% hlut í Tryggingamiðstöðinni. Seljendur eru félög í Guðbjargar M. Matthíasdóttur, Sigríðar E.Zoéga, Geirs G. Zoéga auk aðila þeim tengdum. Eignarhaldsfélagið Kristinn ehf. sem er í eigu Guðbjargar M. Matthíasdóttur mun eiga 9% eignarhlut eftir viðskiptin, að því er fram kemur í tilkynningu.

Gengi bréfa Tryggingamiðstöðvarinnar í viðskiptunum er 46,5 krónur á hlut og nemur virða eignarhlutarins um 20 milljörðum króna.

Glitnir mun greiða 60% kaupverðsins með reiðufé og 40% með bréfum í Glitni á genginu 28,45 sem var dagslokaverð á bréfum bankans í gær.

Seljendur hafa skuldbundið sig til að eiga 90% þeirra Glitnis hluta sem þeir fengu sem greiðslu í viðskiptunum í að minnsta eitt ár. Markaðsvirði hlutanna nemur 7,2 milljörðum króna.

Markmið Glitnis er að selja alla hina keyptu hluti í Tryggingamiðstöðinni eða stærstan hluta þeirra til ýmissa fjárfesta. Viðræður þar að lútandi eru hafnar og greint verður frá niðurstöðum þeirra um leið og þær liggja fyrir.