BNbank, sem er alfarið í eigu Glitnis banka, hefur náð samkomulagi um kaup á 45% hlut í Norsk Privatøkonomi [NPØ], segir í tilkynningu. Kaupin eru gerð með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki norskra yfirvalda. Kaupverð er trúnaðarmál.

NPØ veitir sérhæfða fjármálaþjónustu víðs vegar um Noreg og er með 90 starfsmenn í 12 borgum og bæjum. Félagið verður áfram óháð ráðgjafarfyrirtæki og mun styrkja dreifikerfi og þar með markaðssókn BNbank og Glitnis í Noregi.

Norsk Privatøkonomi, sem nýlega öðlaðist leyfi til verðbréfamiðlunar, býður viðskiptavinum sínum margvíslega fjármálaráðgjöf, t.d. við gerð fjárhagsáætlana, sparnaðarleiðir, skattaráðgjöf, ráðgjöf vegna erfðamála, lífeyrissparnað og ýmsa aðra fjármálaráðgjöf. Hjá félaginu starfa níutíu manns í tólf starfsstöðvum í Noregi; Ósló, Björgvin, Þrándheimi, Drammen, Haugasundi, Stafangri, Álasundi, Fredrikstad, Kristiansand, Stjördal, Heimdal og Sotra.

Norsk Privatøkonomi hefur haft milligöngu um lánveitingar að andvirði 2,8 milljarða norskra króna (31,6 milljarðar íslenskra króna) á fyrstu sex mánuðum ársins, sem er 56% aukning frá sama tímabili í fyrra. Á tímabilinu hefur fyrirtækið selt sparnað fyrir um 1,1 milljarð norskra króna (12,4 milljarðar króna) sem er 137% aukning í sölu á sparnaði borið saman við sama tímabil árið 2005.

?Markmið okkar er að efla dreifikerfi bankans með því að nýta sterka stöðu Norsk Privatøkonomi á markaði fyrir fjárhagslega ráðgjöf og með vörum BNbank,? segir Gunnar Jerven, forstjóri BNbank.

Gunnar Jerven segist jafnframt að með kaupunum komi til samvinnu NPØ og annarra fyrirtækja í eigu Glitnis. ?Til að mynda höfum við mikla trú á að til sameiginlegra verkefna komi milli Norsk Privatøkonomi og dótturfyrirtækja Glitnis, UNION Group og Glitnir Kapitalforvaltning,? segir Gunnar Jerven ?Það verður á ábyrgð höfuðstöðva BNbank í Þrándheimi að þróa það samstarf.