Glitnir kaupir byggingarétt á hluta Strætólóðarinnar við Kirkjusand, segir greiningardeild Landsbankans. Borgarráð samþykkti kaupinn í dag.

Verðið sem greitt er fyrir byggingarrétt á lóðinni nemur 972 milljónum króna en svæðið kemur til afhendingar í tveimur áföngum, haustið 2006 og haustið 2007.

Fyrirtækið mun þar stækka við höfuðstöðvar sínar.

"Stjórnvöld hafa skapað íslenskum fyrirtækjum hagfellt umhverfi á liðnum árum sem gerir það að verkum að það er góður kostur fyrir fyrirtæki með alþjóðlega starfsemi að staðsetja höfuðstöðvar sínar hér," segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis að tilefni lóðakaupanna og stækkun höfuðstöðvanna.